Spurt og svarað
Hérna getur þú sent til okkar tölvupóst með fyrirspurnum og munum við svara þér eins fljótt og hægt er.
skrifstofa@gamarvest.is Einnig getur þú hringt í síma 456-3710 og fengið leiðbeiningar.
Svör við fyrirspurnum verða síðan sett hér inn til upplýsingar fyrir aðra.
Tunnan og Endurvinnslutunnan fyllast. Hvað er til ráða?
Huga skal að flokkuninni. Hægt er að fara sjálfur með það sem ekki rúmast í ílátum á gámastæði.
Þarf að þvo endurvinnsluefnið?
Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og gæta þarf að því að ekki séu matarafgangar í umbúðum t.d. þarf að skola fernur og láta vatnið leka úr að mestu. Ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar. Margir setja jógúrt- eða skyrdósina í uppþvottavélina.
Hvað gerum við ljósaperur og sparperur?
Þær fara inn á Gámastæði sem raftæki.
Hvað eigum við t.d. að gera við pokann úr Cherios pakkanum?
Hann fer með mjúku plasti í poka.
Þarf að skola plastbrúsa?
Já það þarf að skola þá, það þarf að skola allt endurvinnslu efnið.
Hvar setjum við ál form og ál dósir?
Það fer með málmum í poka.
Er kaffipakki endurvinnanlegur?
Nei hann er með svo mörg lög af plasti sem er erfitt að skilja að í endurvinnslunni, hann er sorp.
Hvað er gert með gjafapappír?
Hann fer með dagblöðum og pappa í tunnuna.