Gámaþjónusta Vestfjarða

Um fyrirtækið

Gámaþjónusta Vestfjarða ehf. var stofnuð á Ísafirði á haustdögum 1988 af Ragnari Ágúst Kristinssyni og eiginkonu hans Sigríði Þóru Hallsdóttur.

Fyrirtækið var í upphafi rekið á sameignarformi en því var breytt í hlutafélag í janúar 1992. Hvatinn að stofnun fyrirtækisins var sú mikla þörf sem stofnendunum fannst vera fyrir umbótum í umhverfismálum á norðanverðum Vestfjörðum og þá einkum hvað varðaði söfnun og flutning úrgangs.

Starfsemin samanstóð í fyrstu af einum gámabíl og einum starfsmanni. Fljótlega kom í ljós að þörfin fyrir þjónustu af þessu tagi var mjög mikil og nú tæpum tveim áratgum síðar eru starfsmenn Gámaþjónustu Vestfjarða 10, bílarnir eru 7 og gámar, tankar og pallar um 250 talsins.

Gámaþjónusta Vestfjarða hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa lagt áherslu á að tileinka sér nýjustu tækni á sviði sorphirðu og sorpflutninga og hefur sú viðleitni augljóslega verið til hagsbóta fyrir viðskiptavini, sem eru jafnt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að fylgjast vel með þróun umhverfismála innanlands sem utan og má sem dæmi nefna að haustið 1992 tók Gámaþjónusta Vestfjarða í gagnið fyrsta sorppressubílinn á Vestfjörðum. Þá var einnig hafin notkun á Midi gámum og 600 til 1000 lítra körum sem hafa náð miklum vinsældum þar sem langt er að förgunarstað.

Með nýja bílnum náðist umtalsverð hagræðing, t.d. við hirðingu sorps úr söfnunargámum. Söfnunargámar ruddu sér mjög til rúms á þessum tíma eftir því sem þessi tækni sannaði sig.

Vorið 1993 tók Gámaþjónusta Vestfjarða við sorphirðu og gámalosun á Flateyri, en síðan bættust bæjarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum við eitt af öðru og jafnframt voru settir gámar í nágrannahreppana. Í febrúar 1997 keypti Gámaþjónusta Vestfjarða reksturinn af Hafþóri Halldórssyni. Með í kaupum fylgdu samningar um sorphirðu við sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag sér fyrirtækið um alla sorphirðu og gámalosun á svæðinu.Í nóvember 2003 keyptum við öll tæki frá Hak í Bolungavík það fyrirtæki hafði sérhæft sig í flutning á lífrænum flutningum svo sem fiskslógi, fiskbeinum og rækjuskel.


Með vaxandi áhuga og áherslum stjórnvalda og almennings í umhverfismálum, telja eigendur Gámaþjónustu Vestfjarða að framtíð fyrirtækisins sé björt. Horft er í æ ríkara mæli til endurvinnslu þegar kemur að umræðu um sóknarfæri fyrirtækisins, enda akurinn nær óplægður í þeim efnum. Má þar sem dæmi nefna vinnslu brotajárns og flutning henni tengdri ásamt jarðgerð úr lífrænum úrgangi sem til fellur í fyrirtækjum, stofnunum og ekki síst heimilum. Fullvissa ríkir um að þessum markmiðum verði náð og er í því sambandi horft til áframhaldandi góðs samstarfs við sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld.

Það var svo 11 janúar 2008 sem gengið var frá sameiningu við Gámaþjónustunna HF í Reykjavík, gerðust þá Ragnar og Sigríður hluthafar í því fyrirtæki. Markmiðið með því var að fá öflugri bakhjarl í þeirri hörðu samkepni sem er í þessum brasa og hefur þessi sameining eingöngu verið okkur til góðs, það er ekki síst því að þakka hvað nýir eigendue hafa góðan skilning á þessum rekstri.

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.