Gámaþjónusta Vestfjarða

Gámaleiga

Gámaþjónusta Vestfjarða hefur til leigu gáma tunnur og kör sem henta við flestar aðstæður.

MIDI GÁMAR

Midi gámar Gámaþjónustu Vestfjarða eru nú um 20 talsins og eru losaðir í sorppressubílinn. Þessum gámum er dreift um sveitir, sorpinu safnað í bílinn, þar sem það verður allt að fimmfalt minna að umfangi.
Sjá mynd í myndasafni
LOKAÐIR GÁMAR
Lokaðir gámar eru aðallega notaðir af fyrirtækjum. Þeir henta mjög vel þar sem mikið sorp fellur til. Þeir eru í stærðunum 6-30 m³. Sjá mynd í myndasafni
OPNIR GÁMAR
Opnir gámar eru aðallega notaðir undir grófan úrgang sem erfitt er að koma í lokuð ílát. Til dæmis timbur, steypuúrgang, jarðveg og margt fleira. Sjá mynd í myndasafni

HVE STÓRAN GÁM ÞARF ÉG? Þeir sem þurfa að leigja gám, t.d. vegna endurbóta húsa eða tiltektar í bílskúr, geta átt erfitt meða að átta sig á hve stóran gám þarf. Þá er ágætt að miða við fulla, svarta ruslapoka. Notið eftirfarandi töflu til viðmiðs.

 

Fjöldi poka Stærð íláts
4 660 L
5 770 L
6 1000 L
11 1700 L
13 2 m³
20 3 m³
33 5 m³
53 8 m³

 

660 - 1100 ltr. KÖR
Körin eru mikið notuð í smærri fyrirtækjum bæði innan sem utandyra. Gámaþjónusta Vestfjarða leigir nú út um 100 slík kör í ýmsum stærðum. Sjá mynd í myndasafni.

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.