Gámaþjónusta Vestfjarða

Umhverfisstefna

  • Í umhverfisstefnu Gámaþjónustu Vestfjarða er unnið að því að stuðla að góðu starfsmannaumhverfi.
  • Að starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi þess og taki virkan þátt í að viðhalda því.
  • Lögð er áhersla á að takmarka pappírsnotkun í rekstri fyrirtækisins.
  • Pappír sem til fellur í rekstrinum skal flokkaður og endurnýttur.
  • Notaðar séu umhverfisvænar vörur við kaup og nýtingu á rekstrarvörum.
  • Viðskiptavinum fyrirtækisins er kynnt sorpflokkun og nauðsyn þess, með það að markmiði að koma í veg fyrir ófyrirséðar afleiðingar sem óflokkað sorp gæti haft í för með sér, þar sem öllu brennanlegu sorpi er fargað í sorporkustöðinni Funa.
  • Viðskiptavinum fyrirtækisins er kynnt gildi endurvinnslu og endurnýtingu sorps til að draga úr sorpmagni frá þeim, svo sem með heimajarðgerð.
  • Gámaþjónusta Vestfjarða í samstarfi við leikskóla Ísafjarðarbæjar stendur að verkefni undir nafninu “Umhverfisdagar” þar sem börnin eru frædd um flokkun og umhirðu sorps með það að leiðarsljósi að halda umhverfi sínu hreinu.

Samþykkt á stjórnarfundi í maí 2003.

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.