Gámaþjónusta Vestfjarða

Endurvinnsla - til hvers?


Úrgangurinn er dýrmæt auðlind


Ýmsar náttúruauðlindir jarðar, t.d. skógar, jarðolía, jarðvegur og málmur, eru notaðar til að framleiða þær vörur sem við kaupum og þær eru ekki óendanlegar. Þegar notuð vara er endurunnin er henni breytt í nýja vöru án þess að gengið sé á náttúruauðlindir. Úrgangur er því verðmætt hráefni sem með endurvinnslu kemur aftur inn í hringrás framleiðsluferilsins. Sem dæmi má nefna að þegar áldós fer á urðunarstað og er grafin þar í jörðu ásamt öðru sorpi er hún ekki lengur verðmætt hráefni, þar sem ekki er hægt að nýta álið í henni í nýja dós.


Ávinningur af endurvinnslu 
• Nýtir hráefni og viðheldur hringrás efna í náttúrunni
• Dregur úr urðun og sparar þannig landsvæði
• Dregur úr ýmiss konar umhverfismengun
• Orka sparast
• Það er ódýrara fyrir samfélagið að endurvinna en urða
• Gerir okkur meðvituð um eigin neyslu
• Minnir okkur á að við erum ábyrg fyrir umhverfi okkar
• Ferðum með ruslapokann út í tunnu fækkar
• Minna sorp – meiri verðmæti!

 

Bylgjupappi og plast

 

Flokkun á umbúðapappa

Pappinn er pressaður í bagga og sendur til endurvinnslu erlendis.

Pappinn er því ekki rusl heldur hráefni í nýja vöru.

Búnar eru til nýjar umbúðir úr pappanum.

Bylgjupappa má endurvinna allt að sjö sinnum.

Með því að flokka úrgang  stuðlum við  

að endurnýtingu, leggjum okkar að mörkum

til verndar náttúru og umhverfis.

 

BYRJAÐU AÐ ENDURVINNA Í DAG

Frétt á vef Úrvinnslusjóðs.

.

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.