Gámaþjónusta Vestfjarða

Fréttir Vesturbyggð

 

 

7.10.2011

Flokkunarkrá sett upp á Bíldudal

 

Fimmtudaginn 6. október kl 18,00 var opnað flokkunarkrá á Bíldudal þar sem íbúar geta komið með hreint endurvinnsluefni og skilað af sér.

Þær breytingar sem gerðar voru hér á Bíldudal eru að á opnunar tíma gámavallarins þá kemur bíll með gám sem er tvískiptur og stendur hann hér á meðan það er opið á gámavellinum, þegar tíminn er liðin sem er opið þá er farið á Patreksfjörð og flokkað úr gámnum ef það þarf, annars er hann losaður þar. 
Það er mín skoðun að þetta eigi eftir að vera þorpinu til sóma og að umgengnin um sorp og endurvinnsluefni eigi eftir að taka stakka skiptum. Ekki var farið út í að byggja upphækkaða rampa og gámavöll sem kosta mikla peninga, heldur ákveðið að vera með þetta í formi færanlegs gámavallar. 
Gámaþjónustu Vestfjarða sáu um, uppsetningu og frágang á Flokkunarkránni hér. 
Flokkunarkráin sem er hér fyrir utan er frumsmíði hjá okkur hann er hannaður af Sigríði Arngrímsdóttir arkitekt og smíðaður á verkstæði okkar í Íshellu.Yfir umsjón með verkinu hafði Arngrímur Sverrisson. Flokkunarkráin er smíðaður úr 20“ gám og er hann klæddur með timbri að framan en að öðru leiti með bárujárni, það er þjónustu hurð á bakhlið hússins. 
Það verða samskonar Flokkunarkrá á Tálknafirði og Patreksfirði.

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.