Gámaþjónusta Vestfjarða

Vísnagáta vikunnar

Gáta nr. 1

Tíu toga fjóra,
Tvö eru höfuðin á.
Rassinn upp og rassinn niður
Og rófan aftaná.
Svar: Mjaltir

 

Gáta nr. 2 

Sumir hafa í hári sér,
á hafinu sést hún líka.
Í hljóðvarpinu einnig er,
ég elska konu slíka.

Svar:

Orðið er: Bylgja.
Sveifla í hári,
Hafalda eða bára.
Útvarpsstöðin Bylgjan.
Kounafnið Bylgja.

Höf: Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr. 3

Úr því lítið fæðist flest.
Fjallsins tinda prýðin mest.
Lyginn hana brýnir best.
Við bæ er þetta heiti fest.
Svar:
Egg.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr. 4.

Veiðiskip þær elta æ.
Undir henni látinn hvílir.
í sveit hvar stendur bær við bæ.
Býlum gömlum ennþá skýlir.

Svar:Torfa.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr. 5.

Eitt sem greina eyrun þín,
öskur sjúkur fremur.
Þögn og kyrrð er þýð og fín,
úr þínum barka kemur.

Svar:

Orðið er HLJÓÐ.
Eitthvað sem heyrist
Reka upp hljóð.
Þögn,gefa hljóð.
Rödd,tala í hálfum hljóðum.

Höf: Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr.6.

Löng er tíðum lögð í sjó.
Á landi oftar skrifuð þó.
Henni flokknum fylgja ber.
Á flestra ævi hlykkjótt er.

Svar: Lína.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.7.

Litlir bátar liggja hér,
lætur yfir jakkann þinn.
Borg í léttum leikjum er,
lengst í austri á korti finn.

Svar: HÖFN.

Höf: Gunnar Kr. Sigurjónsson. 

 

Gáta nr.8.

Á hlýju vori í ánum er.

Óvænt gerir heppna ríka.

Finna má hann framan í þér.

Á færi góður kemur líka.

Svar: Dráttur.

Höf: Sveinn Víkingur

 

Gáta nr.9.

Búið er  þessu býli á.

Bezta traustið er hann.

Allir vilja hann ólmir fá.

Öllu færri bera hann.

Svar: Kross.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.10.

Tungan sem nú talar þú,
trítlar inn að pissa.
Kúna mjólka máttu nú,
mæla upp og rissa.

Svar:Orðið er MÁL.
Íslenska
Mál að pissa.
Mjaltatíminn kvölds og morgna.
Mæla stærð einhvers.

Höf: Gunnar kr.Sigurjónsson.

 

Gáta nr.11.

Sú er löngun þrælsins þrá.
Þreyttir starfsmenn hana fá.
Gjöldin synda greidd í fé.
Á gátu hverri hygg ég sé.

Svar: LAUSN.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.12.

 Í rigningur er þarfaþing,
þetta skal í bíla hanna.
Í bakstri snör hún snýst í hring,
snyrtir andlit flestra manna.

 

Orðið er: VÉL.
Stígvél.
Bílvél.
Hrærivél.
Rakvél.

Höf: Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

 Gáta nr.13.

Hrossin þessa hræðast mest .

Í hársverði má kenna.

Tíðum nú í túnum sést.

Talin strákaflenna.

Svar:

Orðið er SKELLA.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.14.

Duglegur hann alltaf er,
inni finst á baði.
Skattur helst til hár finnst mér,
hundur í Andrés blaði.
Svar:
Orðið er VASKUR.

 Vaskur sveinn.

Baðvaskur.

 Virðisaukaskattur,oft kallaður vakur.

 Hundurinn Vaskur.

Höf: Gunnar Kr.Sigurjónsson.

 

Gáta nr.15.

Veitir bæði vörn og skjól.
Vænt er talið höfuðból.
Veður hvasst,sem varast ber.
Vaxa tré og rósir hér.
Svar:
Orðið er GARÐUR.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.16.

Læst er oft með lykli og skrá.
Lúða smá,er sjómenn draga.
Stundin hinsta ævi á.
Endar þar hver saga og baga.

Svar: LOK.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.17.

Fullu á það engir sjá.

Eru tvö á skipi.

Fjórum fótum oftast á.

efni í smíðagripi.

Svar: orðið er BORÐ.

Höf: Sveinn Víkingur.


Gáta nr.18.

Unglingarnir allir fá,
ekki kemur nokkur.
Hátta og sofa mannfólk má,
málmhlíf sýnist okkur.
Svar: BÓLA.

Unglingabóla,graftrarbóla.

Bólar ekki á neinum.

 Að bóla sig,fara að hátta og sofa.

Teiknibóla,knakkabóla,hvelfd úr málmi.

Höf: Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr.20.

Hann er viturt veiðidýr.
Varnarfeldur sterkur,hlýr.
Þrek,sem leynt í þreyttum býr.
Af þessum verður margur hýr.
Svar:
BJÓR.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.21.

Hver er það sem er skuldugur upp fyrir haus?

Svar: Sá sem ekki hefur borgað hattinn sinn.

Höf: 444 Gátur.

 

Gáta nr.22.

Innst í fjörðum finna má þær.
Á flíkum slitnum oft ég sá þær.
Nú vilja allir ólmir fá þær.
Oft í málum bent er á þær.

Svar: BÆTUR.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.23.

Í alin fyrrum taldir tveir.
Títt um hryggi vaxa þeir.
Heimskir af þeim heiti fá.
Hygg ég flestir borði þá.

Svar: FISKUR.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.24.

Fúlir jafnan hýsa hann.
Á hendi talinn lítils nýtur.
Veiki slæmri valda kann.
Vinur tryggur,er stundum bítur.

Svar: HUNDUR.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.25.

Tré og blómi er ég á,
oft til skrauts á þili.
Margir hjá mér fréttir fá.
Fest er ég við kili.
Svar: BLAÐ.

Á tré eða blómi

Mynda-blað

 Frétta-blað

 Blað í bók.

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.26.

Gull og silfur æ ég er,
einnig landnámskona.
Næstum allir eftir mér
ætíð bíða og vona.

Svar:AUÐUR.

Peningar o.fl.

 Auður djúpúðga.

Flestir vonast til að auðgast.
HÖF:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr. 27.

Hafinu ég oft er á,
yfir sjó og landi.
Á mér þekkja ýmsa má,
oft ég hverf í sandi.

Svar:FAR.

Far-skip

Skýja-far

 Mál-far

 Fóta-far.

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.28.

Í hofum sínum heiðingjar mig höfðu forðum,
Ég er safn af illum orðum.
Oft á Þorra veisluborðum.
Svar:BLÓT.

Fórnar-blót Bölv /blót Þorra-blót.

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

 

Gáta nr.29.

Með hina og aðra hluti milli hafna fer ég.
Matinn ört að munni ber ég.
Meðal jólasveina er ég.
Svar:GÁMUR.

Flutninga-gámur

 Matar-gámur

Skyr-gámur

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.30.

Á mér hvílir þungi þinn.
Þinna klæða efni ég vinn.
Ég er upphaf auðs um sinn.
Í mig stígur presturinn.

Svar:STÓLL.

Sæti/Stóll

 Vef-stóll

Höfuð-stóll

Prédikunar-stóll
Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.31.

Ég er tíðast tún og bakkar.
Troða á mér litlir krakkar.
Sveinar á mér sækja og verjast.
Með sverðum á mér dauðir berjast.
Svar:VÖLLUR.

Gras-völlur

Leik-völlur

Knattspirnu-völlur

Iða-völlur

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr. 32.

Mær, sem bæði er mjó og löng.
Mjög er notuð til laxveiða.
Á henni er iðkuð íþrótt ströng.
Eyðibýli frægt til heiða.
Svar:STÖNG.

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.33.

Sendibréf og bögglaflóð,
býsn í starfi gengur hér.
Vatnsdæla sem virkar hljóð,
viðarstykki í glugga er.
Svar:PÓSTUR.

 Sendibréf,bögglar og fl.

Sá sem ber út póst.

Vatnspóstur,vatnsdæla.

 Lóðrétt styrktartré er gluggapóstur.

Höf:Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr.34.

Þessi er blaði efstur á.
Úfinn, hlaðinn regni og snjá.
Í búri stað hann fyrrum fann.
Flestir vaða upp á hann.
Svar:BAKKI.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

 

Gáta nr.35.

Ég er oft á sviði sýndur.
Vals og,,nikku"þarf ég með.
Ég er fundinn eða týndur.
Ef ég tapa,set ég veð.
Svar:LEIKUR.

Sjón-leikur

 Dans-leikur

Felu-leikur

Pant-leikur

Höf:Ármann Dalmannsson

 

Gáta nr.36.

Ég er veiddur upp úr sæ.
Ég er mjór og langur.
Ellistyrki ég nú fæ.
Ég er stærðar drangur.

 Svar:KARL.
Há-karl

Járn-karl

 Gamall-karl.

Karl(steindrangur)

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.37.

Mér er oft úr hálsi í hálsa hellt,því miður.
Að elta mig var áður siður.
Í ólar var ég ristur niður.

Svar:BJÓR.

Flösku-bjór

Skinn-bjór

 Leður/Selbjór

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.38.

Oft er ég látin í rjóðri rísa.
Við rekkju ég stundum dvel.
Leiðangursmenn þarf ég löngum að hýsa
og leiksviðið tíðum ég fel.

Svar:TJALD.

Ferðamanna-tjald

Rekkju-tjald

 Útilegu-tjald

Leiksviðs-tjald.
Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.39.

Uppspretta af eðalvatni,
afskaplega sérstakt tré.
Sést á hesti,hirt af natni,
heillakonu þessa sé.

Svar:LIND.

Uppspretta,vatnsrás úr jarðvatninu upp á yfirborð.

Tré af linditrjáaætt er lind.

Mön, rák frá faxi til tagls á hesti er lind.

Konunafnið Lind.

Höf:Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr.40.

Fuglinn þessi fagur er.
Með falsi þó vill blekkja.
Kvíðinn hann af kappi ber.
Kenndur oft til hrekkja.

Svar:LÓMUR.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.41.

Þú leggur mig stundum á leiðina þína.
Löngum ná krókarnir taki á mér.
Aftan á bátunum í mig sést skína.
Við ístruna stundum ég færanleg er.

Svar:LYKKJA.
Lykkja á leið

 Lykkja á krókapari

Stýris-lykkja

 Færi-lykkja

Höf:Ármann Dalmannson.

 

Gáta nr.42.

Ég var oft á skóm úr skinni,
skemmti fólki í stofum inni.
Ég er íþrótt orkumanna.
ég er meðal hlunnindanna.

Svar:VARP.

VARP Skó-varp

 Út/Sjónvarp

Kúlu-varp

Fugla/Æðar-varp.

Höf:Ármann Dalmannson.

 

Gáta nr.43.

Ég er í fríi alla daga.
Ég þaf muni að laga og bæta.
Ég þarf fyllisvín út að draga.
Ég þarf knattarins vel að gæta.
Svar:VÖRÐUR.

Nætur-vörður

Hús/Safn-vörður

 Dyra-vörður

Mark/Línu-vörður

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.44.

Búpeningi safna saman,
safna fólki í kosningar.
Leita á svæði er svaka gaman,
svo má safna almennt þar.
Svar:SMALA.

Smala fé.

 Smala kjósendum.

Smala ákveðin svæði,t.d.afrétt.

Smala almennt saman einhverju,t.d. smala saman köttum.
Höf:Gunnar KR.Sigurjónsson.

 

Gáta nr.45.

Læsir slyngur hurðum hann.

Hraustir fingur iðka hann.

Listagóður gleypir hann.

Göngumóðir forðast hann.

Svar:KRÓKUR

Höf: Sveinn Víkingur.

 

Gáta. nr.46.

Spjót,sem hratt úr hendi fló.
Á hjóli skökku sá það.
Gefst á veiðum gott úr sjó.
Geðbilaðir fá það.
Svar:KAST.

Höf.Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.47.

Um þau reynist ungum létt.
Í þau fýkur stundum.
Þeirra hjálp, sem klífa klett.
Í klæði þrædd af sprundum.
Svar:SPOR.

Höf.Sveinn Víkingur.

 

 

 

Gáta nr.48.

Bara hlutur einhver er ég.
inni á bás er mig að finna.
Ættar-giftu í mér ber ég.
Erfitt þykir mér að sinna.
Svar:GRIPUR.

Óákveðinn gripur

 Stór/naut-gripur

 Ættar/Verndar-gripur

Vandræða/Galla-gripur

Höf:Ármann Salmannsson.

 

Gáta nr.49.

Í alin fyrrum taldir tveir.
Títt um hryggi vaxa þeir.
Heimskir af þeim heiti fá.
Hygg ég flestir borði þá.
Svar:FISKUR.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.50.

Æði margir auðlegð sína af mér reyttu.
Seppunum ég þjóna þótti.
Þúfnabani á mig sótti.
Svar:Þúfa.

Fé-þúfa

Hunda-þúfa

Tún-þúfa.
Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.51.

Soltinn hann um fjöllin fer.

Falskur þetta heiti ber.

Í þorskhausum er sagður sá.

Sérstök skák er kennd við þá.

Svar:REFUR.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.52.

Þessi er blaði efstur á.

Úfinn, hlaðinn regni og snjá.

Í búri stað hann fyrrum fann.

Flestir vaða upp á hann.

Svar:BAKKI.

Höf:Sveinn Víkingur. 

Gáta nr.53.

 

Gáta nr.54.

Þetta er raunar lítil laut.
Líka kirkjustaður forðum.
Fékk hana margur fulla af graut.
Fylgir ræðum yfir borðum.

Svar:SKÁL.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.55.

Oft ég bátastokka strýk.
Straumar um mig renna.
Ég er kenndur við fótaflík,
fer á blað úr penna.
Svar:LÍNA.

Fiski-lína

 Raf/Síma-lína

Lína langsokkur

 Rit/Prent-lína

Höf:Ármann Dalmannsson

Gáta nr.56.

Allir reyna að elta það.

Óðfúsir að taka það.

Fáir þeir, sem finna það.

Fæstum létt að greiða það.

Svar:LEST.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.57.

Þarna kirkjuvaldið var.
Víst má enn sjá presta þar.
Þreyttan hvílir margan mann.
miklu er stungið undir hann.
Svar:STÓLL.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.58.

Pest sem drap hér dýr og menn,
drykkur ógurlegur.
Franskur skóli, fannst í denn,
fæ á hendi-tregur.
Svar:SVARTUR.

Svartidauði var landlægur sjúkdómur á íslandi um 1402-04.

Svartidauði er notað yfir íslenskt brennivín.

Svartiskóli, þar sem kölski var talinn skólastjóri á miðöldum.

Svarti-Pétur er spil sem enginn vill hafa á hendi.
Höf:Gunnar Kr.Sigurjónsson.

 

Gáta nr.59.

Hausinn sumir setja á,
sáir fræjum brjálað.
Oft er mjúku hreiðri hjá,
hátt er lyft og skálað.
Svar:KOLLA.

Hárkolla.

Biðukolla.

Æðarkolla.

Ölkolla.

Höf:Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr.60.

Löngum hafa menn leikið á hana.

Á lofti um nætur fengið að sjá hana.

þar greina menn fínt og gróft í sundur.

Þá gerast vorsins stærstu undur.

Svar: HARPA.

Höf:Sveinn Víkingur. 

 

Gáta nr.61.

Ungir sveinar oftast hafa á mér gætur.

Deyi ég þinn gluggi grætur.

Í garðinum eru mínar rætur.

Svar:RÓS.

Blóma-rós.

Frost-rós.

Bónda-rós.

Höf:Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.62.

Blómið ætlað ástkærum,

einnig nafn á suma.

Tala hluti óbeint um,

ánægðastur guma.

 

SVAR:RÓS:

Rós, blóm sem gjarnan er gefið þeim sem fólk elskar.

Kvennmannsnafnið Rós.

Að tala undir rós, er að tala óbeint um eitthvað.

Að danda á rósum, er að vera glaður og ánægður.

Höf:Gunnar Kr. Sigurjónsson.

 

Gáta nr.65.

Mig hefur átt í koti karl.

Krepptri þrátt í hendi falin.

Ég er hátt og hnarreist fjall.

Háðung sláttumönnum talin.

 

Svar:KERLING.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta.nr.1.

Ég er einn hinna frægu,

frásagnarverðu fornkonunga.

Í janúar kem ég, í febrúar fer ég.

Fjöldinn allur af hópum er ég.

 

Svar: ÞORRI.

Þorri

þorri

Þorri fólks. 

Höf: Ármann Dalmannsson.

 

Gáta nr.2.

Hvað er það sem klaufann skortir mest?

Kliðinn hreina gefur hendingunni.

Í hlöðnum vegg og svarðargröfum sést.

Og sjómenn bíða þess í lendingunni.

Svar: LAG.

Höf:Sveinn Víkingur.

 

Gáta nr.3.

Alrei er ég einburi,

oftast er ég tvíburi,

þó er ég stundum þríburi,

en þá er ég oftast fjórburi.

Svar:KINDARHORN.

Safnað hefur:Jón Árnason.

 

Gáta nr.3.

Inn gekk hann rauður,

út gekk hann snauður,

kinkar hann kollinum,

og þá liggur hann dauður.

Svar:HESTSKÓNAGLI.

Safnað hefur Jón Árnason.

 

Gáta nr.4.
Ýmist geng ég eða stend,

þótt enga fætur hafi,

ég væri ei til Íslands send,

ef enga hefði stafi.

Svar:KLUKKA.

Safnað hefur Jón Árnason.

 

Gáta nr.5.

Ein er snót á yggjar mær,

er mér kom í huga,

hve hún væri frökk og fær

og fljót að yfirbuga.

Svar:BYSSA.

Safnað hefur Jón Árnason.

 

Gáta nr.6.

Læsir slyngur hurðum hann.

Hraustir fingur iðka hann.

Listagróður gleypir hann.

Göngumóðir forðast hann.

Svar:KRÓKUR.

Höf.Sveinn Víkingur.

 


© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.