Gámaþjónusta Vestfjarða

Jarðgerð

Hvað er jarðgerð?
Jarðgerð er náttúruleg aðferð til að breyta lífrænum úrgangi í mold með hjálp baktería og smárra lífvera. Jarðgerðin

nýtur hjálpar frá lifrum, bjöllum, tegundum af trjálúsum og fleiri skordýrum. Raki og súrefni eru einnig mikilvægur þáttur í aðferðinni. Á meðan á jarðgerðinni stendur myndast hiti inni í tunnunni sem getur farið allt upp í 50°c. Smálífverurnar eru virkastar við þennan hita og gengur aðferðin þá hraðar fyrir sig.

Jarðgerð í reynd
Til að ná góðum árangri eru meðfylgjandi þættir mikilvægir í jarðgerðinni og verður að hafa þá alla á hreinu:

Að koma fyrir jarðgerðartunnu
Þegar sólin skín beint á tunnuna myndast hiti í innihaldinu og ferlið sjálft gengur hraðar fyrir sig. Það er best að koma botni tunnunnar fyrir í föstu undirlagi t.d. flatan stein (sjá teikningu). Með því móti hlífir loftopið stærsta mögulega útblæstri. Innsti hluti botnsins skal aftur á móti vera í nánu sambandi við undirlendið til að aðgangur fyrir orma og önnur smádýr sé óheftur.

Fylling á tunnuna
Til að vera viss um gott loftflæði skal þekja botninn með einhverskonar kvistum, afskornum blómum og afgöngum af stofublómum. Þar á eftir koma ávaxtaleifar, grænmetisleifar og garðúrgangur, gjarnan samblandaður. Tunnan er full með ca. 80% fyllingu.

Hröðunarefni
Til er efni sem kallast hröðunarefni og eru það notað til að flýta aðeins fyrir vinnslu náttúrulegu efnanna. Að viðbættum einum poka af þessu hröðunarefni hefst endurvinnslan fyrr. Mestu áhrifin nást þegar efnið skammtast á mismunandi staði tunnunnar. Efnið fæst í verslunum með garðvörur.

Viðrun á vinnslumassanum
Þegar efnið í tunnunni er rakt pressast það saman. Við það minnkar loftið í innihaldinu. Til að fá loftið aftur í blönduna þarf sérstaka sleif sem er útbúin með það í huga að loft leiki um innihaldið.

Á veturna
Á kuldatímum er jarðgerðin mjög hæg og getur jafnvel stöðvast. Efnin í tunnunni, sem eru mjög vætusöm, geta lækkað hitann og þar með seinkað ferlinu.

Kjörin efni til endurvinnslu:

  • Hráir ávaxta- og grænmetisafgangar, telauf og kaffikorkur.
  • Visnuð blóm og stofublóm.
  • Rifinn dagblaðapappír með svörtu letri.
  • Skornar greinar og kvistar.
  • *Slegið gras. *Visnuð lauf. *Garðaúrgangur. *Græn lauf og plöntuafgangar.

*Skýring! (Þessi efni eru hentug til endurvinnslu en þau eru betri í minna magni.) Með jarðgerð á þennan hátt verður til næringarrík mold sem gott er að nota þegar rækta á blóm eða grænmeti.

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.