Gámaþjónusta Vestfjarða

Hólf í endurvinnslutunnuna

18.12.2013 - Í liðinni viku hafa starfsmenn Gámaþjónustu Vestfjarða sett hólf í endurvinnslutunnur bæjarbúa hjá Ísafjarðarbæ og límt leiðbeiningar innan á lokin. Einnig var sent upplýsingablað í öll hús í síðustu viku.

Helstu breytingar verða þær  að nú á að setja allan pappa lausan í tunnuna, plast og málma lausa í hólfið, rafhlöður í glærum eða bláum plastpokum í hólfið. Þetta er gert til að auðvelda starfsmönnum flokkun.

Við vekjum athygli á að nauðsynlegt er að allar umbúðir sem fara í endurvinnslutunnuna innihaldi ekki matarleifar og gler á að fara með almennu heimilissorpi.

Við vonumst til að bæjarbúar taki vel í þessar breytingar.

Gámaþjónusta Vestfjarða ehf hefur nýlega tekið í notkun tvískiptan söfnunarbíl sem gerir kleift að halda flokkun endurvinnsluefna í bílnum aðgreindum við söfnun og flutning.

Markmiðið með þessum breytingum er að auðvelda flokkun bæði hjá íbúum og í móttökustöð okkar að Grænagarði.

 

Ef einhver hefur ekki fengið hólf í sína tunnu er sá hinn sami beðinn um að snúa sér til Gámaþjónustu Vestfjarða í síma 456-3710.

 

© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.