Gámaþjónusta Vestfjarða

Sameign eða séreign-mikilvægt að leita sér ráðgjafar

Frá og með 1/7 verður hækkun á mótframlagi sem fyrirtækið greiðir vegna starfsmanna í lífeyrissjóð. 

 

Mótframlagið verður þá orðið 10% í stað 8%.  Í júlí 2016 hækkaði framlagið um 0,5% og nú um 1,5%.  Þetta mótframlag verður greitt til samtryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi starfsmanns og ef viðkomandi óskar eftir að hækkunin fari annað vinsamlega hafið samband við ykkar lífeyrissjóð, reyndar er oft nóg að fara inn á heimasíðu og lesa sér til þar og fylla út beiðni um skiptingu.

 

Sjá hér fyrir neðan texta af heimasíðu VR:

Í samkomulagi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 um hækkun mótframlags launagreiðenda úr 8% í 11,5% er jafnframt kveðið á um að hver og einn sjóðfélagi geti valið um hvort hækkunin verði sett í samtryggingarsjóð, eins og iðgjaldið hefur gert, eða í séreignarsjóð. Kjósi sjóðfélaginn að setja hækkunina í séreign fer hún í nýja gerð séreignar, sem kallast „tilgreind séreign,“ til aðgreiningar frá hinum frjálsa séreignarsparnaði sem hefur verið í boði.

Í samkomulaginu er kveðið á um að atvinnurekendur skuli undir öllum kringumstæðum skila bæði sínu framlagi (10%) og framlagi launamanns (4%) til skyldutryggingarlífeyrissjóðs viðkomandi launamanns. Réttur launamanns til að ráðstafa hluta eða allri hækkuninni í tilgreinda séreign er gagnvart viðkomandi lífeyrissjóði og er atvinnurekanda óviðkomandi.

Sjóðfélagi getur hvenær sem er ákveðið að breyta ráðstöfun hækkunar mótframlags atvinnurekanda, úr samtryggingu í tilgreinda séreign að öllu leyti eða að hluta, eða úr tilgreindri séreign í samtryggingu. Breytingin tekur þá gild frá þeim tíma, en er ekki afturvirk.

 


© Gámaþjónusta Vestfjarða | Opnunartími mánudaga til föstudaga: 8:00 - 18:00 | Sími: 456 3710 | Fax: 456 5157 | Vefsmíði: Styx ehf.

KNÚIÐ AF: WebSmith